top of page

Lokadómur Hæstaréttar 26. október 2022

Langri þrautargöngu er lokið og nýtt upphaf hefur verið markað. Stjórnsýslan og Alþingi grófu undan trausti sínu með því að láta hagsmunaaðilann sem tapaði málinu í Hæstarétti árið 2014, sjá um lagagerð til að hnekkja niðurstöðunni. Hæstiréttur snuprar Alþingi fyrir málsmeðferðina:

Sé löggjöf til þess fallin að takmarka mannréttindi ber dómstólum að meta hvort löggjafinn hafi gætt sjónarmiða um meðalhóf, jafnræði og skýrleika lagaheimilda. Jafnframt er það hlutverk dómstóla að skýra löggjöf og beita henni í tilteknu tilviki með þeim hætti sem best samrýmist ákvæðum stjórnarskrár og eftir atvikum alþjóðlegum skuldbindingum.

„ Af þessu verður ráðið að löggjafinn hafi látið hjá líða að meta hvort lagasetningin kynni að hafa áhrif á réttindi manna sem skyldugir væru til aðildar að veiðifélögum ...

„Við undirbúning að setningu laga nr. 50/2015 virðist því ekki hafa verið litið til þýðingar 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar og 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu að þessu leyti þótt ríkt tilefni væri til, ekki síst vegna fyrrgreinds dóms Hæstaréttar í máli nr. 676/2013 sem laut að skýringu þessa stjórnarskrárákvæðis og var tilefni lagasetningarinnar.“

Alþingi 52.jpg

„Við breytingar á verkefnum veiðifélaga með lögum nr. 50/2015 sinnti löggjafinn því ekki stjórnskipulegri skyldu sinni til að meta hvort lagasetning rúmaðist innan þeirra marka sem stjórnarskráin setur.“

„ ... þótt sá rekstur sem fer fram í veiðihúsi á veiðitímabils teljist samrýmast markmiðum 1. gr. laga nr. 61/2006 og almennur gisti- og veitingarekstur utan veiðitímabils sé skyldur slíkum rekstri verður ekki sjálfkrafa dregin sú ályktun þar af að slík starfsemi utan veiðitímabils samrýmist markmiðum laganna.“

„Að öðrum kosti fælist í ákvæðinu að veiðifélagi væru fengnar heimildir umfram það sem því eru nauðsynlegar til að ná þeim markmiðum sem skylduaðildinni er ætlað að tryggja þannig að í bága færi við 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar.“

„Samkvæmt framangreindu hefur stefndi ekki sýnt fram á að útleiga veiðihússins að Fossási utan skilgreinds veiðitímabils til almenns gisti- og veitingarekstrar feli í sér nýtingu og ráðstöfun á eignum félagsins með sem arðbærustum hætti fyrir félagsmenn og að hún teljist nauðsynleg til þess að félagið geti náð þeim markmiðum sem skylduaðild að því er ætlað að tryggja.“

... sem teygir anga sína um refilsstigu réttlætisins,

til bakherbergja stjórnsýslunnar og afkima Alþingis.

bottom of page