top of page

Álitsgerðir Lagastofnunar Háskóla Íslands og lögfræðistofunnar Réttar

Álitsgerð Lagastofnunar Háskóla Íslands var tilbúin í ársbyrjun 2011 og þar kemur fram eftirfarandi niðurstaða:

 

„Rekstur sem stundaður er í veiðihúsi utan lögbundins veiðitíma, t.d. hótel- og veitingarekstur, er að okkar mati í nánum, efnislegum tengslum við lögbundið hlutverk veiðifélaga, enda sé umfangi rekstrarins settar eðlilegar skorður með hliðsjón af tilgangi lax- og silungsveiðilaga.“

Það vakti athygli okkar að þessi niðurstaða grundvallast á atvinnurekstrarlegu mati en ekki lögfræðilegu. Við sem fagaðilar í hótel- og veitingarekstri vorum ósammála þessari fullyrðingu Lagastofnunar, sem er ekki heldur rökstudd á neinn hátt í álitsgerðinni. Miklu frekar að hún komi eins og skratti úr sauðalegg miðað við upptakt álitsgerðarinnar þar á undan. Við leituðum til Samtaka ferðaþjónustunnar, sem var okkur sammála um að grundvallarmunur væri á almennum samkeppnisrekstri sveitahótels og skyldukaupum á þjónustu sem fylgdi veiðileyfum.

Þá vakti það og spurningar, þegar reynt er að skilja hvað átt sé við rekstrarlega, með t.d.:

 

“... enda sé umfangi rekstursins settar eðlilegar skorður með hliðsjón af tilgangi lax- og silungsveiðilaganna.“

 

Þegar hins vegar álitsgerðin er lesin í heild liggur við að halda megi því fram að hin atvinnurekstrarlega niðurstaða um hótel- og veitingarekstur, sem sagður er vera í nánum efnislegum tengslum við lögbundið hlutverk veiðifélaga, sé í mótsögn við þann lagalega rökstuðning sem annars er að finna í álitsgerðinni og gengur í allt aðra átt.

 

Má t.d. nefna neðangreindar tilvitnanir:

 

„Sem dæmi um þetta má nefna að stjórn veiðifélags samþykkti að veiðihús mætti vera opið að vetrarlagi fyrir veitingarrekstur og skemmtihald. Slíkt fengist væntanlega ekki staðist með hliðsjón af tilgangi veiðifélaga og ábyrgðarreglum.“

Og:

 

„[Er] að okkar mati varhugavert að fullyrða að veiðifélögum sé heimilt að sinna öðrum verkefnum en lögbundnum, jafnvel þótt félagsmenn séu því samþykkir.“

 

Og:

 

“Að okkar mati er þó ljóst að þau verkefni, sem ekki eru beinlínis talin upp í lögunum, verða að vera í nánum efnislegum tengslum við hið lögbundna hlutverk veiðifélaga og markmið laganna.”

Og:

 

„Félagsmenn í veiðifélagi verða því ekki skyldaðir að lögum til þátttöku í verkefnum sem ekki eru í nánum efnislegum tengslum við hið lögbundna hlutverk veiðifélags.“

„Við teljum varhugavert að veiðifélaginu sé heimill rekstur og útleiga veiðihúss, sem ekki er í nánum og beinum tengslum við nýtingu veiðiréttar þeirra sem skyldugir eru til aðildar í félaginu. Með þessari „hámörkun arðs“ af rekstri veiðifélagsins eru möguleikar eigenda Fossatúns skertir og þessi rekstur veiðifélagsins er jafnframt í samkeppni við rekstur þessa félagsmanns sem á þess ekki kost að standa utan félagsins.

 

Af lestri títtnefnds álits Lagastofnunar HÍ, verður ekki séð að sjónarmið hagsmunaaðila hafið verið dregin fram í dagsljósið og gerð sérstök skil. Af því leiðir að álitið tekur ekki af öll tvímæli um réttarstöðuna og þá mikilsverðu hagsmuni sem um er að tefla. Eigendur Fossatúns hafa samkvæmt öllu ærna ástæðu til – og er jafnvel nauðsynlegt – að leita eftir úrlausn dómstóla um þetta efni.“

 

Með þessi tvö andstæðu álit ákváðum við að að leita eftir úrskurði dómstóla. Álit Lagastofnunar HÍ var síðar notað sem helsta gagn til stuðnings  lagabreytingunni á lax­‐ og silungsveiðilögunum sem gerð var með lögum nr. 50/2015. Sem sagt það álit, sem var í ósamræmi við niðurstöðu Hæstaréttar. Aldrei var leitað eftir upplýsingum um álit Réttar.

Eftir að hafa velt fyrir okkur álitsgerð Lagastofnunar Háskóla Íslands, ákváðum við að leita álits lögfræðistofunnar Réttar, um hvort við ættum að fara með ágreininginn við veiðifélagið fyrir dómstóla eða ekki. Við fengum síðan álitsgerð Réttar í hendur í mars 2011 en þar segir m.a.:

Sjá einnig heildstætt efnisyfirlit

... sem teygir anga sína um refilsstigu réttlætisins,

til bakherbergja stjórnsýslunnar og afkima Alþingis.

bottom of page