top of page

Að lokum:

Ráðuneytið sem ákvað að þörf væri fyrir lagabreytingu á lax- silungsveiðilögunum og Alþingi sem löggilti, hafa vikið sér undan málefnalegri umræðu um ákvarðanir sínar og beitt þöggun gegn ábendingum um að forsendur séu gallaðar og rangar auk þess sem breytingarnar kunni að ganga gegn stjórnarskránni.

 

Þannig eru stjórnarskrárvarinn réttindi einstaklinga virt að vettugi, þrátt fyrir fínar reglur og fyrirheit um að lýðræðisleg, upplýst og gagnrýninn umræða skuli vera einkenni góðrar stjórnsýslu.

 

Það kom fram í máli forsvarsmanna „Höfum hátt“-átaksins, sem á síðasta ári olli straumhvörfum, að það þurfti mikið áreiti frá mörgu fólki í gegnum alla mögulegar leiðir til að fá almennt réttlætismál á dagskrá stjórnsýslunnar og Alþingis. „Eins og að eiga við steinrunnin tröll“ var lýsing þeirra. Það er líka okkar reynsla.

 

Mál sem á sér tilvísun í lax- og silungsveiðilög mun aldrei vekja sterk viðbrögð eða fá tilfinningaþrungna fjölmiðlaumfjöllun. Til þess er það of sérhæft. Með þessari samantekt og sögu erum við hjón í Fossa-túni kannski ekki að hafa mjög hátt. En þetta er okkar leið til þess að setja í samhengi margra ára pínu sem við höfum þurft að þola. Við sættum okkur ekki við þögnina sem bylur í frá stjórnsýslunni og upplifum lagasetninguna sem nauðung og mannréttindabrot.

Við erum einungis að fara fram á að fá málefnalega umræðu við gerandann í þeirri von að hann sjái að sér. Það er seint í rassinn gripið því slík umræða hefði átt að vera hluti þess ferils sem leiddi til lagasetningarinnar en var það ekki. Það hlýtur að vera jafn mikilvægt fyrir Alþingi, okkur og aðra lýðræðissinna að þeirri spurningu sé svarað hvort gerræðislega hafið verið staðið að lagasetningunni á Alþingi og hún gerð á röngum forsendum. Ef svo reynist vera, sem er okkar álit, hvernig bregst löggjafinn þá við?

Sjá einnig heildstætt efnisyfirlit

... sem teygir anga sína um refilsstigu réttlætisins,

til bakherbergja stjórnsýslunnar og afkima Alþingis.

bottom of page